Við þessari spurningu eru, eins og kannski alltaf, tvö svör. Eitt einfalt og stutt, hitt langt og flókið.
Einfalda svarið: Já.
Flókna svarið:
“Betra form” er afstætt hugtak og afar mismunandi eftir einstaklingum, löngunum þeirra, kröfum og eftir því hvaða íþrótt þeir leggja stund á.
“Form” (“fitness”) hefur marga þætti, 16 skv. talningu Dr. Fred Hatfield sem er einn virtasti þjálfari veraldar. Styrk, þol, sprengikraft, streituþol og fleira og fleira og fleira.
Þjálfun þín og kröfur þurfa að miðast við þá íþrótt sem þú stundar. Hvaða kröfur gerir fótbólti? Ég er svo sem enginn sérfræðingur í fótbolta, en get giskað á það gróflega:
Styrkur: litlar, helst í fótum
Hjarta og lungnaþol: miðlungs
Vöðvaþol: miklar, einkum í fótum
Sprengikraftur: miklar
Liðleiki: litlar
Jafnvægi á hreyfingu: miklar
Fituhlutfall: miðlungs
Með þetta í huga mundi ég mæla með prógrammi sem innihéldi eftirfarandi þætti:
1) Hnébeygjur með miðlungs þyngd og tiltölulega há reps.
2) Hnébeygjur með stökki með litla eða enga þyngd.
3) Power clean ef þú getur fengið kennslu.
4) Réttstöðulyftur með mikla þyngd og fá reps.
5) Hlaupaþjálfun ætti að innihalda stutta spretti og skokk á milli, ekki mjög löng hæg hlaup.
6) Einfalda efribúksþjálfun til að halda jafnvægi milli líkamshluta, einhverja pressu og eitthvert tog á móti. Engin curl, fly eða slíkar smáæfingar.
Best er að lyfta ekki í 2 daga fyrir leiki svo lyftingarnar séu ekki að trufla leikina. Td ef keppt er á laugardögum, þá ekki lyfta fimmtudag eða föstudag.
Ég vona að þetta komi að einhverju gagni.