Jæja þá er þetta allt að koma! Ég er búinn að vera að taka rosalega á maganum seinustu vikur og þetta er bara allt að koma! En þegar ég lít á magann þá virðist ég bara vera að skerast niður hægra megin, þ.e.a.s. hægri hliðin er að skerast niður en ekki vinstri hliðin.
Kannist þið eitthvað við þetta? Er þetta kannski eitthvað sem lagast með tímanum? Ég er ekkert að reyna meira á hægri magavöðvan meira (95% VISS Á ÞVÍ) ég tek magaæfingar tæki og svo fer ég í bekk með teygjum og toga mig upp, gera beinar og fínar magaæfingar.
Hefur þetta verið hjá einhverjum hérna öðrum en mér?