BTW, þá keppir Benni í
kraftlyftingum, ekki í
lyftingum .
Síðarnefnda íþróttin (lyftingar) er oft kölluð “Ólympískar lyftingar”. Þar er keppt í tveimur greinum:
Jafnhöttunog
Snörun.
Ólympískar lyftingar eru tæknilega flóknari og krefjast mikillar snerpu. Langt er síðan Íslendingar hafa átt lyftingamenn á heimsmælikvarða, en þó hefur Gísli Kristjánsson (videó að ofan) gert það gott á Norðurlandamótum.
Kraftlyftingar eru önnur íþrótt, sem Íslendingar hafa oft náð góðum árangri í, t.d. Skúli Óskarsson, Jón Páll Sigmarsson, Hjalti Árnason, Magnús Ver Magnússon, Guðni Sigurjónsson, Kári Elísson, Jón Gunnarsson, Auðunn Jónsson, Benedikt Magnússon og margir fleiri.
Kraftlyftingar eru tæknilega einfaldari og reyna meira á hreinan styrk. Í kraftlyftingum er keppt í þremur greinum sem jafnframt eru mikilvægustu æfingarnar fyrir almenna líkamsþjálfun með lóðum:
HnébeygjaBekkpressaog svo náttúrulega:
Réttstöðulyftaen hún er eina íþróttagreinin sem Íslendingar hafa átt heimsmet í og það tvisvar.
Er ekki rétt af Íslendingum að leggja rækt við réttstöðulyftuna?