Það er skrifað “whey”. Whey er mysa á íslensku.
Hversu mikið mysuprótein þú þarft fer eftir því hve mikið prótein þú færð úr fæðunni. Það er ágætt að miða við að fá 2g próteini á hvert kíló líkamsþyngdar.
Í heildina þarft þú því sirka 150g af próteini á dag. Þetta er mjög auðvelt að fá úr venjulegu fæði.
T.d.
400g kjöt eða fiskur = 80g prótein
2L mjólk eða undanrenna = 68g prótein
8 brauðsneiðar = 16g prótein
Samanlagt 164g. Svo bætist við próteinið í öllu hinu, osti, morgunkorni, grænmeti, baunum, hnetum o.s.frv.
Ef þú lifir á próteinsnauðu fæði, sómasamlokum og Cocoa Puffs og svona, þá er ágætt að bæta við svona 50g af mysupróteini á dag í 2-3 skömmtum.