Sælir hugarar!
Ég er komin í smá átak, byrjuð að hreyfa mig aðeins meira og er að taka mataræðið í gegn.
Langar samt að fá svör hvort ég sé að borða nógu mikið eða of mikið og hvort það vanti einhverja fæðutegund inni í daginn hjá mér!
Tek daginn í dag bara til að sýna ykkur venjulegan dag:
Morgunmatur: Hafragrautur, 1/2 líter vatn, vítamín.
Morgunkaffi: Epli
Hádegismatur: Fiskibollur (ekki mikið af þeim), 2 litlar kartöflur, grænmeti, 1/2 líter vatn.
Kaffi: Ab-mjólk með smá cheriosi útá.
Kvöldmatur: Eggjakaka, 1 heilt egg og svo bara hvítan úr öðru, með osti og smá skinku.
´
Er þetta alveg út í hött?
p.s. ég fór út að skokka í morgun í 15 mín, svo aftur í kvöld sirka 2 km, og fór svo á körfuboltaæfingu í klukkutíma.
En þegar ég kem heim af æfingum á kvöldin þá er ég alltaf svo svöng, ég veit að það er mjög óhollt að borða seint þannig að ég reyni bara að drekka vatn.
Hvað get ég gert til að verða ekki svona svöng?
Jii vonandi nenntuð þið að lesa þetta allt hjá mér, sorry hvað þetta var illa skrifað og illa uppsett :)