Nei ég er ekki að fara skrifa um það slæma við að reykja eða neitt í þá líkingu.
Ég reykti hér áður fyrr og hætti svo í nokkra mánuði og er núna byrjaður aftur, ekkert mál. Svo gerist það að mig byrjar að svima í hvert skipti sem ég fæ mér sígarettu, veit einhver eitthvað hvað þetta er?
Ekki það að þetta sé óþægilegt(finnst þetta meira segja dáldið gaman) eða eitthvað svoleiðis bara finnst þetta voða skrýtið.
Og ekki koma með comment eins og “hættu bara að reykja” af því það er ekki að fara gerast.