Það eru nokkrar mismunandi aðferðir til að fitumæla fólk.
Í fyrsta lagi má mæla þykkt fitulagsins undir húðinni með eins konar kliptöng (caliper). Þessi aðferð er sæmilega nákvæm og ódýr og er oft framkvæmd á líkamsræktarstöðvum. Útkomuna má reikna með ýmsum jöfnum, td:
http://www.linear-software.com/online.html
Í öðru lagi má mæla fituna með mælum sem mæla rafmagnsviðnám. Þeir eru ansi ónákvæmir til að bera saman mismunandi manneskjur, en má nota þá til að fylgjast með breytingum í tíma ef þeir eru notaðir oft og alltaf á sama tíma dags og svona. Þeir eru framleiddir af ýmsum fyrirtækjum, m.a. Omron. Ég geri ráð fyrir að þeir dýrari séu betri.
Í þriðja lagi má mæla mittismál og ummál einhverra annarra líkamshluta og nota ýmsar formúlur til að reikna fituhlutfallið. Þessi aðferð hefur þann kost að vera einföldust af öllum. Allir geta mælt á sér mittið og hálsinn. Líka góð til að fylgjast með breytingum í tíma.
http://www.linear-software.com/online.html
Í fjórða lagi er hægt að mæla eðlismassa líkamans í vatni. Þessi aðferð er stundum framkvæmd á rannsóknarstofum en er of dýr og flókin til að gera sjálfur og hentar ekki til að fylgjast með breytingum.
Í fimmta lagi má notast við segulómskoðun. Þessi aðferð er nákvæmust, en langdýrust og flóknust.
Ágætt er að láta fitumæla sig með klipaðferð á líkamsræktarstöð í upphafi, en fylgjast svo með mittismáli eftir það.