Veistu af hverju systir mín komst yfir kíghóstann? Mamma mín er læknir. Þetta var þegar við bjuggum í danmörku. Þrír læknar, danskir læknar, heimilislæknir, ungbarnalæknir og næturlæknir sáu hana í hóstakasti, berjast fyrir lífi sínu. Þeir gerðu ekkert. “Det er bare en slem hoste.” Eitt kvöldið var hún nánast við dauðans dyr, en mamma náði að bjarga henni. Næsta dag flugum við til íslands og daginn eftir hitti mamma íslenskan barnalækni sem lét hana í einangrun, þ.e. hún mátti bara vera innan veggja heimilisins í þrjá daga, og sterk sýklalyf. Læknirinn var alveg brjálaður yfir því að ekkert hafi verið gert. Þessi hósti varð til þess að krakkinn fékk mjög slæmt naflaslit.
Síðan hvenær hefur einhverfni verið talin vera orsök bóluefnis?
Ef hún hefði fengið bóluefni, sem er vanalega sprautað í börnin snemma eftir fæðingu, þá hefði hún EKKI Fengið kíghóstann.
Það er ekki bólusett gegn eyrnabólgu. Það er gefið pensilín eða sett rör í eyrun. Það er ekki til bóluefni gegn eyrnabólgu. ÞAð eru gefin fúkkalyf. Bólusetninginar eru aðallega gegn vírussýkingum.
Það þarf ekki endilega að vera að bóluefnið sem var sprautað í fólkið hafi verið gegn þessari tiltekni flensu.
Bóluefni hafa bjargað fleirum en grandað. Hættu nú þessu bulli og samsæriskenningum og opnaðu næstu líffræðibók handa grunnskólum. Ég hef fengið svona 6-10 bólusetningar, og enn anda ég. Ég þekki ekki eina einustu manneskju sem hefur orðið eitthvað veik af bólusetningu. Kannski liðið yfir í 2 sek, but that's about it.