ÞEssi viðbjóður er að pirra mig svo mikið að það er ekki eðlilegt… Ég er ekki að tala um eitthvað smávægilegt, heldur þegar ég færi axlirnar fram og aftur þá brakar í þeim… Ég syndi einu sinni í viku, hreyfi mig minnst fimm sinnum (út að hlaupa o.þ.h.), geri tilraunir til að sofa á bakinu, heitt bað, nudda vöðvabólguna með öllum tiltækum ráðum, tek meira að segja inn íbúfen (200mg) sem mér er meinilla við, en það linar í það minnsta verkjunum. Er eitthvað annað sem hægt er að gera?

Mamma mín er læknir sem gerir það að verkum að það er aldrei neitt að mér nema ef það líði yfir mig…