Ég er enginn snillingur í þunglyndismálum, en ef þetta er ekki of alvarlegt þunglyndi þá er hægt að gera einfalda hluti eins og hlusta á glaðlega skemmtilega tónlist, fara út á meðan það er bjart, (sólin hefur góð áhrif á skapið) fara í göngutúr eða stunda einhverja létta hreyfingu og helst úti þegar það er ágætis veður, (þá gerist eitthvað sniðugt með endorfínhluti í heilanum sem gerir mann glaðan) gerðu hluti sem þú hefur gaman af og horfðu á einhverja fynda mynd eða þátt og reyndu að hlæja. Þó að það sé ekki raunverulegur hlátur getur hann samt gert gagn. Mundu bara að fara ekki upp í rúm til að sofa eða liggja og hugsa allan daginn. Það gerir illt verra.
Ef þetta þunglyndi er frekar nýbyrjað getur það verið þetta leiðinlega vetrarþunglyndi (ég hef samt ekki hugmynd um hvað það kallast á íslensku) sem kemur oft í ljós á haustin og veturna þegar það er orðið kalt úti og sólarljósið er minna en á sumrin.
En svo getur þetta verið alvarlegt þunglyndi, og þá virkar kannski ekkert af þessum ráðum, en það er samt ekki verra að reyna. Hafðu þá samband við einhvern með meira vit á þessu. Þetta var ekki of langt svar, er það?
Allt sagt með hálfri virðingu.