Er mjög sammála þessu, Mataræðið skiptir öllu í þessu. var sjálfur að byrja að æfa aftur í vor eftir hlé og hef lést um kíló á viku auk þess að ég hef bætt við vöðvamassa, er reyndar í erfiðisvinnu þannig að ég brenni mikið yfir daginn.
Borða á 3 tíma fresti, lítið í einu en nóg til að halda manni gangandi og ekki svöngum fram að næstu máltíð. Kolvetnisríkasta matinn fyrir kl 4 á daginn og próteinríkan mat eftir kl 4. Samt gott að hafa eitthvað prótein í öllum máltíðum til að hafa jafna inntöku yfir daginn. Passa að kötta ekki út alla fitu sem maður borðar en samt að það sé ekki hörð fita.
Lyfti annan hvorn dag á 3 daga splitti og brenni hinn daginn.
Þetta er að svínvirka hjá mér, hef ekki lent í neinu veseni með meiðsli eða þannig. Spurning um að þekkja takmörk sín hverju sinni að mínu mati, en þetta er hægt þó að það gangi kannski hraðast fyrst og hægi svo á þessu. Bara fyrir öllu að gefast ekki upp ;)
“Only the good die young, and I seem to be getting pretty old”