Já.. málið er það að ég reyni að stunda ræktina eins og ég get en málið er að ég held að ég fái bara voðalega lítið úr því vegna hver illa ég borða. Ég er mjög matvandur og er illa við flest allt grænmeti.. ég get t.d. engan vegin borðað tómata. Ég drekk heldur mikið af gosi, er reyndar að minnka það gríðarlega, og hef lítinn sjálfsaga á mér þegar ég hef pengin til að kaupa hluti.. þ.e. nammi og þannig en eins og ég saðgi fyrr þá er allt nammi át í niðurskurði. Pæling hvað ég gæti gert til að borða hollara, ég reyni líka að borða minna af brauði og þannig.
En aðalmálið er það að ég byrja í vinnunni kl 07, svona venjulega stundum fyrr þá aðalega kl 05:30 og svo þegar maður er að koma heim kl 16 þá hefur maður örlittla orku eftir.. langar helst bara til að fara að sofa. En ég reyni að sofa ca. 7klst á dag en það er bara erfitt að fara að sofa kl 10 á kvöldin því ég er bara ekki þannig týpa að fara að sofa snemma. Þá kem ég að aðalspurningunni. Hvað get ég gert til að auka þessa “dags orku” sem ég hef svona virkilega takmarkað af? Meina, ég er stundum alveg við það leggjast niður á gólf í vinnunni og fara að sofa, bara alveg úrvinda.. sé varla almennilega, þarf alltaf að vera að blikka augunum til að geta séð skikkanlega.
Jæja.. þetta sem ég skrifaði hér fyrir ofan er svo mikið bull að ég kannski kem bara með aðalspurningarnar hérna í aðeins skárra ritformi.
- Ég er kjötæta, borða mjööög takmarkað af grænmeti, helst ekki neitt! Hvað get ég gert til að byrja að borða meira heilsusamlega
- Ég er mjög þreyttur á daginn og er að reyna að stunda íþróttir og ræktina en hef varla orku í það eftir vinnuna, hvað get ég gert til að bæta þetta ástand.
Vonandi að einhver taki sér tíma til að skrifa hérna svar, helst einhver með viti :P
kv. DaQuai