Jæja, þá er maður byrjaður á fullu í ræktinni enn og aftur og gengur allt vel en ég hef ekkert fylgst með fæðubótarefnum sl. tvö ár.
Núna vil ég bæði styrkjast og stækka vöðva, þá sérstaklega bak- maga- og kviðvöðvana. Því spyr ég hvað er best af fæðubótarefnunum til að afreka þetta? (get ekki borðað skyr eða skyrdrykkina né egg svo ég þarf að fá einhverja auka næringu í gegnum fæðubótarefnin :=)
Hefur einhver góða reynslu af þessum vörum frá Weider eða EAS (nauðsynlegt að þeir bragðist ágætlega :)
Þakka fyrir allar góðar ábendingar sem koma.