Af lýsingunni að dæma er þetta ekki lítið blóðstreymi til höfðsins, eins og við snöggar uppsetur eða yfirlið. Líklegra að þetta gæti verið eitthvað bólga eða augnsjúkdómur. Ef þetta fer við að blikka, eða við að tárast er líklegt að þetta sé einhverskonar slikja, útferð yfir hornhimnunni, og gæti stafað af ýmsu. Ef kláði fylgir (þannig að augun eru nudduð), og nefrennsli gæti þetta verið ofnæmi (frjókornaofnæmi virkar t.d. líka inni hjá manni). Skiptir talsverðu máli hvort einhver önnur einkenni eru til staðar, kláði, sviði, roði o.s.frv. Mæli annars alveg með að láta lækni líta á þetta ef þetta hættir ekki, eða ef fleiri einkenni láta á sér kræla.