Það hefur mikið verið rætt undanfarið hvað einkaþjálfun kostar og finnst sumum þeir borga of mikið en öðrum finnst það í lagi að borga 25-35 þús á mán. Ég er að velta fyrir mér hvort fólk myndi nýta sér þann kost frekar að vera undir eftirliti einkaþjálfar með aðstoð tölvuforrits og borga fyrir það 5-10 þús á mán. Þetta tölvuforrit er nýtt af nálinni og gerir einkaþjálfaranum kleift að fylgjast með viðskiptavininum án þess að standa yfir honum þrisvar í viku. Það eina sem viðskiptavinurinn þarf að gera er að skrá niður hvað hann gerir á hverri æfingu og skrá það inn í forritið heima hjá sér og það uppfærist svo til þjálfarans sem getur fylgst með og gert alla útreikninga sem hann vill gera. Ódýrari en samt betri eftirfylgni.