Ég fór að stunda ræktina þegar ég var nýorðinn 15 ára. Fyrst var ég bara að hlaupa og þjálfa þrekið. Svo fór ég aðeins að lyfta léttum lóðum.
Þegar ég varð svo 16 ára byrjaði ég að lyfta þyngri lóðum.. En passaði mig að gera allavegana 15 endurtekningar 2x. Ekki reyna að lyfta einhverju þungu 3 sinnum eða eitthvað.
Ég fór svo að pæla, getur þetta eyðilaggt í manni vöðvana? Ég passaði mig á að vera hættur á því að stækka (ég veit samt að vöðvarnir eru ennþá að þroskast) þannig að ég tók út allann vöxt áður. En ég er hræddur um hvort vöðvarnir fari í klessu og verði leiðinlegir/ónýtir þegar ég verð svo 20 ára?
Mér líður nú vel í vöðvunum núna og ég skipti vöðvunum í hópa og hvíli mig í amk 3 daga á eftir.

Einhver að svara sem veit þetta nákvæmlega.