Fyrir rassinn (og aðra vöðva neðri hluta líkamans) eru 2 æfingar sem eru lang-langáhrifaríkastar og bestar.
Þessar tvær ættu að vera grunnurinn í öllum heilsuræktarprógrömmum, en vegna heimskulegrar tækjavæðingarinnar eru þær það ekki hjá öllum, því miður.
Þessar æfingar eru hnébeygja (e. squat)
http://www.exrx.net/WeightExercises/Quadriceps/BBFullSquat.htmlog réttstöðulyfta (e. deadlift)
http://www.exrx.net/WeightExercises/GluteusMaximus/BBDeadlift.htmlAllar æfingar fyrir neðri líkamann eru djók í samanburði við þessar sem eru réttnefndar konungur (deddið) og drottning (beygjan) líkamsþjálfunarinnar. Við hnébeygju notar maður 50-60% af vöðvamassa líkamans og við réttstöðulyftu enn meira, allt að 70-75%.
Til að byrja með, fyrstu 3-6 mánuðina, má gera báðar æfingarnar á hverri æfingu. Gott er að skiptast á hvor er fyrst.
Seinna meir, þegar styrkurinn og þyngdirnar vaxa, má skipta þeim upp á sitt hvora æfinguna.