Hmm nei… held að þú sért sú eina sem þarft að lesa sér eitthvað til um þetta.
Það sem þú “hefur heyrt” er bara kjaftæði. Í “Slow Burn” eftir Stu Mittleman sem er einn þekktasti langhlaupari í heimi talar hann mikið um vatn og að drekka nóg af því. Flest allir þjálfarar í heiminum eru sammála því að drekka vatn hjálpar líkamanum að komast í eðlilegt horf.
Ég smelli hérna inn einni stuttir grein sem segir þér hvað vatn gerir fyrir líkamann okkar og áhif þess á kjörþyngd fólks:
Svo undarlega sem það hljómar þá er vatn líklega mikilvægasti hvatinn í að léttast og halda sér í kjörþyngd. Þó svo flest okkar lítum á vatn sem sjálfsagðan hlut, þá er vatnið líklega eini sanni “töfra mjöðurinn” til þess að halda þyngdinni í skorðum.
Á náttúrulegan hátt minnkar vatn matarlistina og aðstoðar líkamann við að brenna fitu. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt, að þegar vatns drykkja minnkar þá eykst fitusöfnun. Einnig að aukin vatnsdrykkja minnkar fitusöfnun. Þetta er ástæðan: Nýrun geta ekki starfað eðlilega án nægs vatns. Þegar þau starfa ekki til fullnustu flyst hluti af álaginu yfir á lifrina. Eitt af helstu hlutverkum lifrinnar er að vinna líkamsfitu yfir í nýtanlega orku. Ef lifrin þarf að taka að sér vinnu fyrir nýrun, getur hún ekki unnið sitt starf til fullnustu. Niðurstaðan verður sú að lifrin vinnur úr minni fitu og meira af fitu sest utan á líkamann og fólk hættir að léttast. Að drekka nóg af vatni er besta ráðið við vatnssöfnun. Þegar líkaminn fær minna af vatni skynjar hann það sem ógnun gegn lífinu og fer að halda í hvern dropa. Vatn er geymt utan frumanna. Þetta verður ljóst sem bólgnir fætur, leggir og hendur. Þvagræsilyf geta í besta falli gefið tímabundna lausn. Þau þvinga út uppsafnað vatn ásamt einhverju af nauðsynlegum næringarefnum. Aftur skynjar líkaminn þetta sem ógnun og fer að geyma meira af vatni við fyrsta tækifæri. Af þessu leiðir að fyrra ástand kemur skjótt aftur. Besta ráðið við vatnssöfnun er að láta líkamanum í té það sem hann þarfnast –mikið af vatni. Aðeins þá mun uppsafnað vatn hverfa.
Ef þú ert sífellt að stríða við of mikla vatnssöfnun, getur of mikið salt verið ástæðan. Líkaminn þolir salt aðeins af vissum styrk. Þess meira af salti sem þú borðar, þess meira vatn þarf líkaminn til að þynna það. Að losna við óþarfa salt er auðvelt –einfaldlega drekka meira vatn. Þegar það fer í gegnum nýrun hreinsar það burt allt auka salt. Manneskja sem er of þung þarf meira af vatni en sú granna. Álag efnaskipta er meiri hjá stóru fólki. Þar sem við vitum að vatn er lykillinn í efnaskiptum fitu/vinna á fitu leiðir það af sér að manneskja sem er of þung þarf meira af vatni. Vatn hjálpar til við að halda eðlilegri vöðvaspennu með því að veita vöðvunum náttúrulega hæfni til að dragast saman og koma í veg fyrir ofþornun. Vatnið hjálpar einnig til við að koma í veg fyrir lafandi skinn sem venjulega kemur í kjölfar þyngdartaps –minnkandi frumur fljóta í vatni og gerir það skinnið hreint (clear), heilbrigt og styrkir það.Vatn hjálpar til við að losa líkamann við úrgang. Við þyngdartap þarf líkaminn að losna við meira af úrgangsefnum –öll fitan sem unnið er úr þarf að fara. Enn og aftur getur nægt vatn hjálpað til við að skola út úrganginum. Vatn getur stuðlað að því að losna við hægðartregðu. Þegar líkaminn fær of lítið af vatni sýgur hann það sem hann þarfnast frá innri uppsprettum. Þar er ristillinn fremstur í flokki. Afleiðing? Hægðaregða. En ef viðkomandi drekkur nægt vatn verða hægðirnar oftast eðlilegar á ný. Þegar hér er komið við sögu höfum við komist að merkilegum hlutum um tengsl vatns og þyngdartaps:
Líkaminn starfar ekki eðlilega án nægs vatns og getur ekki unnið úr fitu líkamans á árangursríkan hátt.
Uppsafnað vatn í líkamanum kemur fram sem aukaþyngd.
Til þess að losna við uppsafnað vatn þarf að drekka meira vatn.
Að drekka meira af vatni er frumskilyrði í þyngdartapi.
Hversu mikið vatn er nóg? Að meðaltali á hver og einn að drekka 2 líta, eða um 8 stór glös af vatni á dag. En manneskja sem er of þung þarf að drekka aukaglas fyrir hver 12-13 aukakíló í viðbót. Auka þarf vatnsdrykkju enn frekar við líkamsæfingar eða ef heitt og þurrt er í veðri. Drekka á kalt vatn af því líkaminn er fljótari að taka það upp en heitt vatn. Svo virðist vera sem kalt vatn geti í raun hjálpað til við brennslu hitaeininga. Þegar líkaminn fær allt það vatn sem hann þarf til að starfa í hámarki, eru allir líkamsvökvar í jafnvægi.
Betri starfsemi innkirtla.
Uppsöfnun fitu og vatns minnkar.
Meira magn fitu er notað sem orka af því lifrin getur óheft unnið úr uppsafnaðri fitu.
Eðlilegur þorsti kemur aftur.
Hungur minnkar svo til um leið.
Ef þú hættir að drekka nægt vatn munu líkamsvessar fara úr jafnvægi á ný og þú finnur líklega aftur fyrir uppsöfnun vatns, óútskýrðri þyngdaraukningu og minnkun þorsta. Til þess laga ástandið verður þú að fara til baka og vinna að öðrum “tímamótum”.
Drekktu vatn!!!!!
Kveðja,
Xavie