Þetta er alls ekki alslæm aðferð, en er of harkaleg megrun fyrir flesta.
Best er að miða við uþb 500 hitaeininga mínus á dag, sem leiðir til sirka 500g fitumissis á viku. Fyrir venjulegt fólk eru 500 hitaeiningar milli 15-25% af daglegri neyslu.
Ef þú ert vanur að éta 2500 hitaeiningar á dag og skerð það niður í 1250 sem er “borða helminginn” aðferðin, þá verðurðu í fyrsta lagi sísvangur, sem er óþægilegt og er aðalástæðan fyrir því að flestir gefast upp á megrun. Í öðru lagi fer líkaminn í “sveltigírinn” og reynir að hanga á hverri fitututlu, fullviss um að nú sé hungursneyð, og losar sig við allan óþarfa vöðvamassa.
En vissulega er “borða minna” aðferðin best og leiðir til langvarandi árangurs í staðinn fyrir þessa ofuráherslu á “hvað” maður borðar.