Besta creatínið? Ekki hægt að segja til um það, en allflest þeirra sem eru á markaði hér á landi sinna sínu starfi vel.
Þó myndi ég segja að “creatine-ethyl-ester” væri best þar sem það hefur sýnt sig í að valda ekki jafnmikilli vökvasöfnun og venjulegt creatín (venjulega monohydrate), en skila þó sama árangri. Munurinn ethyl-ester og monohydrate er í rauninni bara sá að ethyl-esterin er monohydrate creatín sem búið er að “hengja” einn ákveðinn flokk af esterum á (á sameindina þ.e.).
Einnig er ethyl-ester kreatínið talið vera “tekið betur upp” af líkamanum, þ.e.a.s. að monohydrate virðist oft fara beint í gegnum kerfið og því þarf oft að taka allt að 15gr af því á dag til að viðhalda, en mun minni skammta þarf af e-ester.
Ég myndi þó helst mæla með dextroseblönduðu kreatíni, þ.e. kreatíni með hreinum sykri í þar sem það veldur “insúlínútlosi” og opnar um leið mun greiðari leið fyrir kreatínið inn í frumurnar í líkamanum og nýtnin verður þ.a.l. betri.
Þrjár tegundir af monohydrate kreatíni (hreint) eru til dæmis;
EAS phosphagen
Labrada kreatín
HTC HCL 1200
Dæmi um sykurblönduð kreatín (dextrose) eru m.a.
1. Cell-tech frá Muscletech
2. Phosphagen HP (EAS)
3. HTC DDT 1200
Vona að þetta hjálpi þér eithvað..
Kveðja.