Allt í lagi vinur, fáðu ekki hjartaslag.
Já, það er rétt að HIIT (ekki HIT) getur verið hvaða þolþjálfun sem er, hlaup, sund, hjólreiðar, skíðaganga eða hvað sem er. Hins vegar:
Skilgreiningar á HIT:
http://www.drweitz.com/scientific/hit.htmhttp://www.trulyhuge.com/hit.htmlhttp://www.exrx.net/Store/HK/HighIntensityTraining.htmlHIT er vitleysa og virkar aðeins fyrir algera byrjendur (allt virkar fyrir algera byrjendur).
Skilgreiningar á HIIT:
http://www.musclemedia.com/training/hiit.asphttp://www.buildleanmuscle.com/interval-training.htmlhttp://www.bharatbhasha.com/weightloss.php/24688http://davedraper.com/hiit-cardio-training.htmlSvona gæti ég haldið lengi áfram.
Markmið mitt er að verða massaður OG köttaður, ekki að verða massaður og bæta á mig hellings magni af fitu um leið.. það er það sem þú gerir ef þú ert ekki skynsamur meðan þú ert að borða töluvert fyrir ofan maintenance levelið þitt. Ef þú ert hins vegar með hreint mataæði á meðan þú borðar þetta hátt yfir maintenance levelið þitt er engin hætta á að þú bætir á þig fitu.
Þetta er rangt. Það er engin leið að gera þetta hvort tveggja í einu nema fyrir feitan byrjanda. “Hreint mataræði” er hjátrú.
Eina leiðin sem virkar er að massa og kötta til skiptis. Hitt er dæmt til að mistakast og er sennilega aðalástæðan fyrir því að 99% þeirra sem stunda líkamsrækt taka engum framförum eftir að byrjendabætingunum lýkur.
Það er svosem allt í lagi með þetta fæði útaf fyrir sig, bara hundleiðinlegt og tilbreytingarlaust með þessar eilífðar kjúklingabringur, hrísgrjón og broccoli (týpiskt anorexiufæði).
Ég veit ekki hvað HRTB skóli er og gef skít í það. Finn ekkert um hann á netinu nema í tengslum við arkitektafyrirtæki. Flest einkaþjálfaranámskeið og skólar kenna fullt af þvælu og vitleysu.