Ja, útaf fyrir sig eru kornvörur ýmsar ríkastar af kolvetni. Má þar nefna brauð, hrísgrjón, pasta, maís og morgunkorn. Einnig má fá mikið af kolvetnum úr sumu grænmeti, td kartöflum og rófum, svo og baunum ýmiss konar.
Hins vegar má deila um það hvort slík fæða sé heppilegust til að þyngja sig. Ég mundi ekki mæla sérstaklega með því, þó að auðvitað sé kolvetnarík fæða góð með öðru og þá sérstaklega ef maður hreyfir sig mikið og stundar erfiðar íþróttir.
Fæða fyrir þann sem vill þyngja sig þarf:
1 - að innihalda nægt prótein, c.a. 2g/kg. Hollt prótein fæst m.a. úr fiski, kjöti, hnetum og mjólkurvörum.
2 - að innihalda nægar hitaeiningar til að stuðla að vexti, þ.e. meira en þú brennir. Gott er að fá aukahitaeiningar úr ómettuðum jurtafitum, t.d. eins og úr hnetum, sem innihalda hollar fitur og mikið prótein. Einnig góðar olíur eins og ólífuolía.
3 - að innihalda nægjanlegt af vítamínum og steinefnum. Því þarf að borða vel af grænmeti og ávöxtum.
Gangi þér vel.