Ef maður hefur ekki í hyggju að keppa í kraftlyftingum ætti maður að beygja sig eins djúpt og maður kemst.
Líttu á þetta þannig:
Segjum að þú getir 100kg í hnébeygju með lærin lárétt (eins og í kraftlyftingakeppni). Þú getur þá 110kg 5cm hærra, 120kg 10cm hærra og sennilega 180kg í svona grunnri hálfbeygju eins og flestir sem eru illa upplýstir gera í ræktinni.
Hámarks álagið á hnén (shearing force) hins vegar er ca í 45° stöðunni, einmitt þar sem þú tekur mesta þyngd. Þú ert því að leggja 180 kílóa álag á
hnén en aðeins 100 kílóa álaga á
vöðvana sem þú ert að reyna að styrkja. Ekki gott.
Segjum hins vegar að þú farir í hina áttina, dýpra. Þú tekur sennilega bara 70-80 kíló í botndýpt, en þar snerta aftari lærvöðvar kálfana og taka hluta af álaginu sem annars færi í hnén. Þú ert enn að leggja 100kg álag á vöðvana, en miklu minna, aðeins 70kg á hnén.
Ég er með bæði hnén skemmd eftir mörg, mörg ár í karate. Brjóskið er rifið í báðum hnjám og hefur valdið mér sársauka og óþægindum síðan ég var unglingur. Síðan ég byrjaði að æfa djúpar hnébeygjur hef ég algerlega losnað við öll óþægindi í hnjám. Ég get meira segja hugsað mér að hlaupa og ganga fjöll aftur.
Lestu þessa grein um hjátrú tengda djúpum hnébeygjum:
http://www.exrx.net/ExInfo/Squats.html