Þú þarft fyrst og fremst að vera duglegur að borða. Borðaðu allan mat, en reyndu samt að forðast of mikið sælgæti og gos. Fiskur, kjöt, mjólkurvörur, kornvörur, grænmeti og ávextir ættu að vera undirstaðan.
Þú verður að
éta fleiri hitaeiningar en þú brennir. Annars gerist ekkert.
Fyrir byrjanda hentar best einfalt, óskipt æfingakerfi sem er byggt í kringum kraftlyftingagreinarnar 3.
Æfðu sirka 3svar í viku. Ekki sjaldnar en 2svar, ekki oftar en 4 sinnum.
Lærðu hnébeygju og réttstöðulyftu. Þessar tvær vanræktu lyftur taka á nánast öllum vöðvum líkamans og gefa sterka undirstöðu fyrir alla aðra hreyfingu.
Ekki pína þig til að taka aukaendurtekningu þegar þú ert búinn á því. Það skilar engu og er bara hjátrú að það sé gott.
Besta lyftingavefsíðan er
Stumptuous.com Hún er að nafninu til ætluð konum, en nánast allt sem þar er sagt á jafnt við um karlmenn.
Gerðu sirka svona prógramm:
Hnébeygja, 2-3 sett, 5-10 reps.
Réttstöðulyfta, 2-3 sett, 5-10 reps.
Bekkpressa (eða axlapressa), 2-3 sett, 5-10 reps.
Róður (eða niðurtog), 2-3 sett, 5-10 reps.
Magaæfing, 2-3 sett, 5-10 reps.
Þegar þú ferð að taka verulegar þyngdir í hnébeygjunni og réttstöðulyftunni eftir nokkra mánuði, þarftu að skiptast á að taka þessar æfingar, nota hina bara létt til upphitunar.
Ekki eyða tíma og orku í dúllerísæfingar, bicep curl og tricep og flug og svona, en það er í lagi eftir nokkra mánuði að bæta smá svoleiðis við eftir aðalæfingarnar ef þig langar til.