Sumum finnst alveg frábært að vakna klukkan sex og fara út að skokka… Sumum finnst gott að æfa á kvöldin og sumum finnst bara best að gera það á eftirmiðdaginn…
Persónulega finnst mér best að æfa á kvöldin… Morgnar er viðbjóður sem ætti að setja veiðileyfi á.
Þú ert heldur sterkari seinni partinn og á kvöldin og getur sennilega æft heldur lengur og erfiðað meira, lyft meiri þyngdum o.s.frv.
Hvort það hins vegar skilar meiri árangri til lengri tíma litið er ekki vitað. Í öllu falli er munurinn svo lítill að það tekur því ekki að hafa áhyggjur af því.
Æfðu á þeim tíma sem hentar best, vinnu og skóla vegna.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..