Hvernig er þá best að ná fitunni af maganum?
Til að ná fitunni af maganum verðurðu að borða færri hitaeiningar en þú brennir.
Þú getur gert það annað hvort með því að borða minna eða brenna meira.
Það er einfaldast að fækka hitaeiningum úr sykurríkum drykkjum, gosi, ávaxtasafa, orkudrykkjum o.þ.h. Drykkir seðja minna en fast fæði.
Lyftingar brenna meira en þolþjálfun nema að þú sért mjög í mjög góðri þjálfun, keppnishlaupari eða álíka.
Annars er best að gera þær æfingar sem þér finnst skemmtilegar og þú getur haldið áfram að gera viku eftir viku án þess að verða leið á þeim. Ef þú ert ekki í súperformi er best að ganga rösklega 30-60 mínútur nokkurum sinnum í viku.
Hversu margar magaæfingar í einu ætti maður svo að gera til að styrkja magann????
6-10 (4-12) eins og af öðrum æfingum, 2-4 sett. Bæta við nægilegri þyngd til að það sé þokkalega erfitt að klára settið. Ef þú getur meira en 12 þarf að þyngja. Byrja samt létt fyrstu 2 vikurnar sem þú æfir. Það eru mikil viðbrigði fyrir líkamanann að breyta úr kyrrsetu í reglulegar æfingar.