Kveðja,
Spurning
Ég vandi mig á það fyrir nokkrum árum að fara frekar seint að sofa (ekki mjög gáfulegt, en….). Síðustu ár hefur 6 - 7 tíma svefn verið nóg fyrir mig. En nú skyndilega er ég bara búin klukkan svona 10 á kvöldin. Alla síðustu viku hef ég sofnað frekar snemma, en samt hef ég bara ekki orku til að endast allan daginn. Ég hef ekki breytt neitt mínum lífsstíl nýlega og ekki verið að gera neitt nýtt eða öðruvísi. Er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af?