Elsku kallinn minn, til að byrja með þá að taka stera á svona unga aldri er vægast sagt hættulegt.
1, Það eru mikklar líkur á að þér vaxi kvennmannsbrjóst(nei ég er ekki að grínast) því sterarnir brotna niður í esterone sem er kvenhormón.
2, Esterone veldur brjóstmyndun(konubrjósta), getuleysi, pungurinn minkar, Röddin á hættu að verða skræk.
3, Um leið og þú hættir á sterum þá minka vöðvarnir einsog tappa sé hleypt úr blöðru því eftir ákveðinn tima hefur líkaminn hætt að framleiða testerone til að koma jafnvægi aftur á. Þegar það gerist og þú hættir á sterunum þá droppast testerone magn líkamans niður og þú verður þunglyndur(rekja má sjálfsmorð til steranotkunar), það sem þú græddir af vöðvum meðan sternotkun stóð fer og þú missir jafnvel meira en þú græddir
4. Notkun stera veldur skapsveiflum sem veldur því að þú verður ofbeldishneigður, telur þig geta lamið allt og alla.
5. dæmi um að 14-17 ára unglingar á sterum hætti að geta búið til testerone á eiginn máta í líkamanum og geldast þannig að eilífu, fá króníska þunglyndi útaf því að líkamann vantar balansið á testerónið og kynheigðun minkar einnig
6. Lifrin eyðilegst á endanum vegna mikils álags við að brjóta niður steraefnin. Þú hefur bara eina lifur, þegar hún er farinn þá áttu ekki langt eftir lifað
7. Það sem fólk sækist eftir á sterum er vöðvavöxtur, sterar gera það og meira til. Þeir stækka vöðva sem þú vilt ekki að stækki og þar á meðal er hjartað. Jón páll drapst vegna þess að hjartað í honum var orðið svo stórt af völdum stera að það komst ekki lengur fyrir. Það sprakk bókstalega þegar hann tók óupphitað á lóðum í bekknum.
Viltu fara á stera, judge by yourself ?