Hæ hæ allir!
Ég var að pæla, ég er nefnilega að fara til útlanda í maí og ég væri alveg til í að missa svona 3 - 4 kg. áður en ég fer út.
Ég ætla að fara í líkamsrækt kl. 6 á morgnanna 3 - 4 sinnum í viku að brenna (áður en ég borða) og 3 sinnum að lyfta, en ég ætla að lyfta á kvöldin.
Ég drekk ekki gos og ætla svo að hætta að borða nammi. En annars er daglegi matseðillinn minn sirka svona:
Morgunmatur: Hafragrautur, sportþrenna og 2 glös af vatni.
Morgunkaffi: Ávöxtur eða skyr/léttjógúrt
Hádegismatur: Samloka og ávöxtur eða skyr og ávöxtur (fer eftir því hvort ég borðaði skyr í mogunkaffinu) 2 glös af vatni
Kaffi: Cheerios með léttmjólk og 2 vatnsglös
Kvöldmatur: Það sem er í matinn á heimilinu, yfirleitt mjög hollur heimilsmatur, fiskur,kjúklingasalad og fleira.
Þannig að nú spyr ég, er þetta markmið mitt um að missa 3-4 kg. of stórt? Hvað er líklegt að ég missi á mánuði miðað við þetta plan?
Takk fyrir að lesa þetta og vonandi fæ ég sem flest svör ;)