VIL, ekki VILL.
Lastu ekki linkinn sem ég sendi í síðasta pósti?
Vissulega er hlutfallslega mikið af próteini í þessu pollaslýi. En dagskammturinn, 1 teskeið eða 1 matskeið, af þessu gefur minna prótein en mjólkurglas. Ekki ætlarðu að éta 200g á dag af þessum viðbjóð?
Vissulega er eitthvað af vítamínum í slýinu. En þú færð meira af vítamínum í heppilegri hlutföllum með því að éta bara venjulegan mat og nóg af grænmeti og ávöxtum.
Vissulega er eitthvað af B12 vítamíni í því, sem er sjaldgæft í grænmetisfæði. En B12 vítamínið kemur úr mengun frá bakteríum og húsdýraáburði.
Ég þreytist aldrei á að benda ykkur á að það eru engar töfralausnir til að verða grannur, stækka vöðva, auka þol, styrkjast og öðlast góða heilsu. Þetta verður ekki keypt í pillum eða dufti. Hættið frekar að éta pizzur og kók í öll mál og reynið að éta alvöru mat.