Ég mæli ekki út það sem ég borða á nokkurn hátt og hef aldrei gert.
Þegar ég er að byggja mig upp ét ég mig pakksaddan.
Þegar ég er að skera mig niður ét ég mig ekki pakksaddan.
Svo einfalt er það nú og hefur virkað vel hingað til.
Þeir sem spyrja um svona lagað eru venjulega að reyna að megra sig. Prótein er meira seðjandi en kolvetni og fita og deyfir hungurtilfinninguna.
Þeir sem eru að reyna að byggja sig upp (væntanlega af vöðvamassa, ekki fitu), þurfa líka yfir meðallagi af próteini, eða uþb 2g/kíló.