Sælt veri fólkið. Nú er mál með vexti að ég hef verið að spá í þessari aðgerð, orðinn býsna þreyttur á gleraugunum. En vitið þið eitthvað um það hvort tryggingarnar eða verkalýðsfélagið borgi eitthvað af kostnaðinum fyrir þessa aðgerð?
Svo best ég veit að þá borga tryggingnarnar ekkert, en hjá mér borgar verslunarmannafélagið smá hluta ef þessu niður(en ég nota þann sjóð reyndar í að borga árskort í ræktinni og það er alveg sorglega lítið sem safnast saman þarna), eflaust misjafnt eftir hjá hverjum þú ert.
Ef þú ert með minna en -1 slepptu því að fara. EF þú ert með minna en -2 fáðu þér linsur annað veifið (veit um fólks em fór í leiser og var með -0.75). En ef þú ert með lélega sjón, endilega farðu.
Þetta kostar 300 þús síðast þegar ég vissi og nei, ekkert er niðurgreitt þegar maður er með lélega sjón.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..