ég byrjaði að fara út að hlaupa fyrir einum og hálfum mánuði og ég fæ alltaf svona verk í kálfavöðvana !!
ég æfði fótbolta í mörg ár, hætti í haust, og eftir fótboltan fór ég á 4 mánuða boxnámskeið.
núna er ég ekki að æfa neina íþrótt þannig að ég ákvað að byrja á útihlaupi.
ég hef aldrei fengið svona verk í kálfavöðvana áður, þetta er svona eins og þeir ofitni og stífni bara upp.
tek fram að ég hita upp áður en ég fer að hlaupa og teygji eftir á.
ég hleyp í nike hlaupaskóm, sem eru 1 1/2 árs gamlir en hafa ekki verið mikið notaðir.
veit einhver hvað þetta getur verið ??