Heilsuátak DV 2005 með Valla litla og Dagnýju litlu.
Síðast liðin laugardag hófst fyrir alvöru heilsuátak DV. Í átakinu eru tveir einstaklingar, þau Valgeir og Dagný.
Þau eiga það bæði sameiginlegt að hafa verði að glíma við offitu mest allt sitt líf. Átakið gengur þannig fyrir sig að þau ætla að grenna sig um nokkra tugi kílóa á sem stistum tíma. Þetta átak verður nokkurn vegin eins og átakið sem Gaui litli fór í á sínum tíma í sjónvarpinu. Við ætlum að gera góða og stóra hluti og þið kæru Íslendingar fáið að fylgjast með okkur í DV. Einnig ætlum við að reyna að kynna þetta víðar.
Ég Valgeir (Valli litli) hef ákveðið að leyfa ykkur að fylgjast með mér í átakinu. Ég hef opnað heimasíðu og slóðin á hana er www.blog.central.is/offita2005. Þar getið þið lesið um mig og um það hvernig mér gengur að léttast og ná settu marki frá degi til dags.
Ég er 24 ára gamall og hef verið að glíma við offitu síðan ég man eftir mér. Ég er búin að reyna allt milli himins og jarðar. Ég er búin að prófa alla kúra sem til eru og ég er einnig búin að fara í offitu aðgerð. Hún reyndar heppnaðist ekki vel.
Ég er átfíkill og þrái það mest af öllu að borða. Ég hugsa statt og stöðugt um mat. Það er farið að hrjá mig í hinu daglega lífi.
En að lokun, það verður gaman að vinna með ykkur á næstu vikum og mánuðum.
Með bestu kveðju.
Valgeir Matthías Pálsson
Netfang mitt er valgeirp@internet.is
Heimasíða átaksins er www.blog.central.is/offita2005