Er það fyrst og fremst útlit magavöðvanna, “sixpakkinn” sem þú sækist eftir, eða styrkur þeirra?
Fyrir útlitið er það fyrst og fremst lágt fituhlutfall sem ræður. Það byrjar að móta fyrir magavöðvum í kringum 10-12% fitu í körlum. Aðeins hærra, 15-18% í konum yfirleitt því þær safna meira fitu á rass og læri.
Hér eru ýmsar góðar magaæfingar:
http://www.exrx.net/Lists/ExList/WaistWt.html#anchor172895Fyrir sterka magavöðva, en þeir eru mjög mikilvægir í ýmsum íþróttum, t.d. handbolta, þá gilda í rauninni sömu reglur og um aðra vöðva.
1 - Hámarksstyrkur verður best þjálfaður með 1-5 endurtekningum og mikilli þyngd. Þó þarf að byrja með minni þyngd og fleiri endurtekningum til að forðast meiðsli.
2 - Magavöðvarnir sjálfir sjá um að beygja hryggsúluna fram. Til að taka á þeim þarf hryggurinn að bogna. Æfingar með beina fætur og beinan hrygg taka fyrst og fremst á mjaðmaréttuvöðvunum (iliopsoas).
3 - Í íþróttum eins og handbolta er mikilvægt að þjálfa hliðarkviðvöðvana líka. Hér er frábær æfing fyrir þá:
http://www.athletics.ucr.edu/strengthconditioning/wrestlerstwist.htm