Sæl öllsömul.
Ég hef verið að lyfta svolítið undanfarna mánuði. Ég skokka líka mikið og stunda aðrar íþróttir. Ég er byrjaður að fá smá verki í bakið og hef svolitlar áhyggjur af því. Ég held það sé tengt maga og eða bakæfingunum sem ég notast við.
Ég semsagt ligg á svona lyftingabekk sem er staðsettur upp við rimla og ég geri svona “crunches”. Semsagt crunches án undirstöðu, bakið snertir ekkert gólf á meðan ég geri æfingarnar. Bakæfingarnar eru eins, semsagt engin undirstaða, vöðvarnir sjá um alla vinnuna. Kannski skiljið þið ekki hvað ég meina.
Ég var að pæla hvort ég ætti að hafa miklar áhyggjur af þessu. Ég hef lesið að of sterkir magavöðvar en of veikir bakvöðvar geti lagt mikið álag á bakið. Að sjálfsögðu vil ég breyta um æfingamynstur ef þetta fer illa með bakið mitt og hugsanlega hryggsúluna. Málið er bara að þessar æfingar virka svo gífurlega vel og ég hef séð miklar breytingar á stuttum tíma.
Ætti ég að hafa áhyggjur af þessu? Ef þið hafið hugmyndir um mjög góðar magaæfingar/bakæfingar sem ekki leggja álag á bakið, eru þær vel þegnar. Bull er vinsamlegast afþakkað ;)