Hæ elsku vinir.
Nú er komið að því að við ætlum að fara að stofna hóp fyrir ungt fólk sem er glíma við þunglyndi. Við ætlum að halda stofnfund á Kaffihúsinu Sólon í Bankastræti 7a kl: 20:00 (átta) næsta miðvikudag.
Okkur þætti mjög gaman og vænt um að þið mynduð sjá ykkur fært um að mæta. Við ætlum að hafa fundina skemmtilega. Við ætlum EKKI að velta okkur upp úr sjúkdómnum, og ræða mikið um hann. Við ætlum frekar að gera eitthvað skemmtilegt saman. Eins og að fara í bíó, fara í keilu saman, leikhús, út að borða, í líkamsrækt og svo miklu, miklu meira.
Sameinumst núna öll saman og höfum gaman. Engin þarf að skammast sín að mæta. Við sem erum að stofna hópinn erum að glíma við þunglyndi, við þekkjum það hvernig er að vera ein/nn og líða illa.
Ef þið þekkjið einhverja sem er að glíma við þunglyndi og líður mjög illa þá endilega segjið honum/henni frá fundinum.
Við ætlum að funda einu sinni í viku í framtíðinni, og oftar ef með þarf. Við ætlum að eiga skemmtilegar stundir saman um helgar og gera allt það skemmtilega sem okkur langar til að gera. Ekkert leiðinlegt verður gert.
Við ætlum að leita til ykkar í hópnum og fá hugmyndir frá ykkur.
Svo í framtíðinni þá ætlum við að opna heimasíðu, og vera með sjállrás, einhver kom með þá tillögu að gaman væri að spjalla á msn. Það væri gaman.
Ef þið hafið einhverjar spurningar þá getið þið hringt í undirritaða eða sent okkur email.
Gerum nú skemmtilega hluti og höfum það gaman.
Þið elsku vinir eruð svo skemmtileg og góð, okkur langar að hjálpa ykkur elsku vinir.
Með kærri kveðju
Hægt er að ná í stofnendur hópsins í símunum hér að neðan og á netfangið: valgeirp@internet.is
Valgeir Matthías Pálsson, S: 824 6622
Dagný, S: 691 6014
Ragnheiður, S: 696 0940