Hæ!
Kannast maður við þetta?! Mér þykir leitt að hafa ekki séð þessa grein fyrr, til að geta svarað þér.
Ég á það til að springa svona, en hef samt ekki eyðilagt mikið í köstunum, aðallega vegna barnanna minna sem eru yfirleitt nálægt mér. Samt skelli ég hurðum og klóra sjálfa mig til blóðs og ýmislegt svoleiðis.
Ég var alltaf rosalega rólegt og meðfærilegt barn og var að drepast úr feimni og minnimáttarkend þegar ég varð unglingur og fannst ég vera það heimskasta sem skreið um þessa jörð.
þegar ég var orðin þrítug þá þurfti ég að vista elsta son minn inn á barnageðdeild, hann var með alveg rosalegt skap, og í hans meðferð tók læknirinn hans eftir því að ég var eitthvað skrýtin og tók mig í viðtal, sendi mig svo áfram til geðlæknis í Kringlunni og hann sagði mig vera með ofvirkni og athyglisbrest og ég hef verið á lyfjum við því síðan og það gjörbreytti mér á margan hátt. Samt kemur það töluvert oft fyrir að ég verð svo pirruð eða reiðist svo illa að ég gæti drepið einhvern. Ég talaði um þetta við lækninn minn og ég fékk lyf sem ég tek að morgni þá daga sem ég vakna með þá tilfinningu að dagurinn geti orðið erfiður. Þetta hefur hjálpað til, svo ég ráðlegg þér að fá þér tíma hjá geðlækni, því það er hægt að laga þetta eins og aðra kvilla og ég vona þín vegna að þú sért ekki þannig að þú skammist þín fyrir að leita geðlæknis, það er algjör tjara.
Ég þekki líka þá tilfinningu að vilja ekki hjálp, vil bara fá að vera í friði í mínum pytti og loka mig inni.
Vonandi getur þú fengið góða hjálp við þessu, þetta er svooooo erfitt….
Gangi þér vel,
rebsig.