Nú er ég byrjaður að lyfta á fullu aftur eftir ágætis hlé í nokkuð langan tíma. Ég hef haldið mér í bara mjög fínu formi hingað til með reglulegri hreyfingu og íþróttum síðasta árið. C.a síðustu 2 mánuðu hef ég lyft að meðaltali 4x í viku á mismunandi vöðvahópa og farið að synda ca 5x í viku ásamt skokki og hlaupum nokkrum sinnum í viku.
Það sem mig langaði að vita er hvort það sé í lagi að synda svona oft í viku þar sem ég er að reynað stækka vöðvana aðeins ásamt meiri styrktaraukningu? Ég syndi aðalega bringusund sem tekur náttúrulega ágætlega á brjóstvöðvunum og er ég að spá hvort það sé í lagi eða hvort það hindri að þeir stækki meira.
Einnig var ég að spá hvort þetta æfingarkerfi sem ég setti sjálfur saman (og finst henta mér mjög vel) sé kanski ekki besta málið fyrir mig ef ég er að bæta við mig massa og styrk.
Btw ég er með mataræðið alveg á hreinu sambandi við alla fæðuflokka og tek YFIRDREGIÐ nóg próteinum og kolvetnum.