Ný heildarsamtök fyrir Íslendinga sem þjást af offitu.

Ég er stofnandi nýrra heildar samtaka fólks sem eru að glíma við mjög mikla offitu á Íslandi og fólks sem hefur farið í offitu aðgerð hér á landi. Fyrirhugað er að halda stofnfund samtakana. Við erum búin að vera mjög mikið í fjölmiðlum að undanförnu. Bæði höfum við kynnt okkur í þáttunum Ísland í Bítið á Stöð 2 og svo á Létt 96,7. Einnig hefur umfjöllun um okkur verið í Morgunblaðinu og DV.

Það sem við ætlum e.t.v. að gera í framtíðinni er að hjálpa þeim Íslendingum sem eru búnir að fara í offitu aðgerð hér á landi. Einnig ætlum við að hjálpa fólki sem er að glíma við mjög mikla offitu. Ég sé það fyrir mér að við gætum á næstu mánuðum farið í grunnskóla landsins og talað við ungu kynslóðina sem er orðin í við of þung hér á Íslandi. Einnig langar okkur að koma á fót upplýsingasíma fyrir fólk sem þjáist og líður illa af völdum offitu. Fólk gæti þá hringt í okkur og fengið upplýsingar um það hvernig það ætti að snúa sér. Einnig stefnum við á að opna heimasíðu á Internetinu um m.a. offitu aðgerðina sem framkvæmd er hér á landi og svo einnig alhliða upplýsingar um offitu fyrir fólk sem þjáist og líður af hennar völdum.

Foreldrar ungra barna, unglingar, fagfólk og svo auðvitað við sem eldri erum gætu þá fengið upplýsingar um það hvert hægt væri hægt að leita. Við ætlum að gefa upplýsingar um allt er viðkemur offitu vandamálinu. Ráð verða gefin þeim sem eru að byrja að þróa með sér offitu einnig fyrir fólk sem líður illa heima og langar að fá stuðning.

Offita er orðið eitt aðal heilbrigðisvandamál heimsins. Bandaríkjamenn eru manna feitastir en við Íslendingar siglum fast á hæla þeirra. Hvað er það sem veldur? Er það vestræni lífstíllinn – Mcdonalds og Burgerking? Við Íslendingar erum á flestum sviðum heimsmeistarar á okkar sviði og í þessum efnum erum við svo sannarlega framanlega. Við erum með ógrynni af allskonar veitingastöðum. Þeir flæða um allt landið. Allskonar tilboð eru í boði fyrir svanga landsmenn. T.d. eru pizzastaðirnir farnir að bjóða tvær pizzur á verði einnar. Hvaða skilaboð eru það? Borðið meira og njótið, þyngist og njótið þess. Sælgæti streymir um allt. Alveg vantar eitthvað nammi fyrir okkur sem erum að glíma við offitu. Sælgætis framleiðendur gætu byrjað að þróa eitthvað sælgæti fyrir okkur sem erum að glíma við offitu. Finnst ykkur það ekki?
Afleiðingar offitu eru mjög miklar. Hjarta og æðasjúkdómar, þunglyndi, bakvandamál, kæfisvefn, sykursýki eru t.a.m. áhættuþættir.

Margar offitu aðgerðir eru framkvæmdar á Landspítalanum á ári hverju hér á landi. Ætla má að í hverri viku séu frmkvæmdar 2-3 aðgerðir á mjög alvarlega feitu fólki. Ekki hefur fengist nægilegt fjármagn frá Heilbrigðisráðaneytinu vegna þessara aðgerða. Margir eru á biðlista og fjölgar þeim stöðugt. Ætla má að biðin sé allt að einu og hálfu ári. Það finnst mér og okkur í samtökunum allt of langt.

Vissulega eru þessar aðgerðir mjög dýrar. Allt ferlið í kringum aðgerðina er mjög dýrt. Reykjalundur hefur ekki fengið næga fjármuni vegna meðferðarinnar sem fylgir aðgerðinni. Allt fólk sem fer í aðgerð fer í dvöl á Reykjalundi, ýmist á göngudeild eða til dvalar. Veita þyrfti meira fjármagni til Reykjalundar vegna aðgerðanna. Reykjalundur er að vinna frábært starf sem skilar sér margfalt út í samfélagið.

Vissulega er offitu aðgerðin niðurgreidd af ríkinu. En hvað með næstu skref? Flest okkar sem göngum í gegnum offitu aðgerðina þurfum að fara í lýta aðgerðir. Allar slíkar aðgerðir þurfum við hins vegar að greiða sjálf. Við sem förum í þessa stóru aðgerð þurfum að láta laga á okkur magann, brjóstin, rassinn og lærin. Hvað kostar svoleiðis pakki fyrir okkur? Ætla má að hver aðgerð kosti á bilinu 200-250.000 kr,-. Þannig að þið sjáið það. Þarna erum við strax komin í eina miljón króna fyrir allar þessar aðgerðir. Það finnst okkur of dýrt. Vissulega hafa mörg tilboð gengið okkur til handa, en flest okkar þurfum að greiða þetta fyrir að fara í lýtaaðgerðir.

Við sem erum að stofna þessi samtök höfum á undanförnum vikum fengið mjög góð viðbrögð. Við höfum fengið tugi tölvupósta frá fólki á Íslandi sem líður vegna offitunnar. Bæði frá foreldrum barna sem eru of feit, fólki sem hefur farið í offitu aðgerðina, og svo aðstandendum fólks sem er of feitt. Einnig hafa fjölmargir aðilar sem sinna málefnum okkar fólks haft samband á netfangið okkar.

Við höfum ekki haft úr miklum fjármunum að spila vegna stofnunar samtakana, og því viljum við athuga hvort fyrirtæki og stofnanir á Íslandi myndu vilja stiðja við bakið á okkur með örlitlu fjárframlagi. Verkefnin okkar eru margvísleg og má þar nefna stofnfund samtakana, heimasíðugerð og upplýsingasíma sem fólk á Íslandi gæti hringt í.

Fólki er frjálst að ganga í samtökin og geta áhugasamir skráð sig á netfangið adgerd@hotmail.com, einnig er fólki velkomið að hafa samband við mig í síma 661 1113 þar getur fólk einnig haft samband við okkur.

Með fyrirfram þökk fyrir allan stuðninginn í okkar garð.

F.h. undirbúningshóps fólks sem glímir við offitu og aðstandenda
Valgeri Matthías Pálsson