Ja, “líkamsrækt” getur maður svosem stundað frá frumbernsku, því hreyfing er öllum holl.
Ég geri hins vegar ráð fyrir að þú eigir fremur við “vaxtarrækt” eða aðra lyftingaþjálfun. Um hana ganga margar bábiljur, m.a. að hún sé hættuleg börnum eða að hún dragi úr þroska eða eyðileggi líkamann.
Ekkert af þessu stenst, en að sjálfsögðu, eins og með alla þjálfun, þarf varkárni og umfram allt
rétta tækni. Hana þarf að læra.
Milli 13-20 ára fá strákar gríðarlega aukningu í testósterónframleiðslu líkamans. Það er um að gera að nýta þetta, sem væri kolólöglegt á öllum öðrum aldursskeiðum. Það er á þessum aldri sem strákar hafa mest gagn af styrktarþjálfun og bregðast mest við henni.
Hins vegar endurtek ég að mikilvægt er að læra að lyfta rétt og skadda sig ekki. Einkum er mjóbakið viðkvæmt. Það þýðir þó alls ekki að ekki eigi að þjálfa mjóbakið, heldur þvert á móti. Flestir þjálfa það of lítið.
Ég hvet þig því til að hefja styrktarþjálfun, á hvaða aldri sem þú ert, ef þú hefur tækifæri til.
Besta lyftingakennslusíða fyrir byrjendur á netinu er
http://stumptuous.com/weights.html .
Ekki taka mark á því að hún sé ætluð konum. Næstum allt sem sagt er á við um bæði kynin.