Ég er tólf ára stelpa. Ég er einkabarn foreldra minna og mér finnst ég alls ekki vera ofdekruð meðan við suma sem ég þekki. Málið er það að mér hefur verið strítt af sömu stelpunni síðan í öðrum bekk. Reyndar eftir að við vorum eldri fór hún bara að vera leiðinleg og pirrandi. Önnur stelpa sem er vinkona hennar var líka leiðinleg. Svo byrjaði ég í fótbolta og hún var líka að æfa. Þá varð hún bara ennþá leiðinlegri. Mér leið alltaf illa. Svo dó besti vinur minn og þá var þetta ennþá verra. Til þess að þið skiljið þetta betur verðið þið eiginlega að lesa þessa tvo linki
http://www.hugi.is/syndir/articles.php?page=view&contentId=1713113
http://www.hugi.is/syndir/articles.php?page=view&contentId=1724684
Ef þið lesið þetta þá skiljið þið þetta betur. En það sem ég vil spyrja um. Er ég þunglynd eða hvað er að mér? Auk þess hef ég fengið alveg heilann helling af skítaköstum frá fólki hér á huga ef ég segi frá tilfinningum mínum og hvað hrjáir mig. Sumar tilfinningar sem koma og ég ræð ekkert við. Fólk skilur það ekki og ég fór að gráta hérna rétt áðan því ég fékk svo ógeðslegt skítakast. Mig langar hálfpartinn að fremja sjálfsmorð en veit að það er rangt. En hvð er að mér?