Halló kæru hugarar! Ég var að spá, ég er 14 ára stelpa sem er á fullu í körfubolta og já ég myndi segja í ágætu formi. Ég er samt frekar feit og hef bætt verulega á mig á seinustu vikum.´Ég er gjörsamlega orðin nammisjúk og fitna því svakalega hratt. Ég var í líkamsrækt en má það ekki lengur því aldurstakmarkið er 15 ára.
Ég er bara orðin verulega pirruð á þessum lærum mínu, því ég er dæmigerð pera þ.e. fitna mest á lærum og rassi. Ég ætla að byrja fara út að hlaupa með körfunni og var að pæla í að fara í sund líka. En málið er hvað á ég að borða, ég veit alveg að það á að sleppa snakki, gosi og nammi og borða fisk og þannig. En veit einhver um eitthvað matarprógramm sem myndi henta mér… geriðið það svarið fljótt ég er að verða vitlaus á allri þessari fitu :S