Það er vel hægt að ná miklum og góðum árangri bæði í styrktarþjálfun, vöðvaaukningu og fitumissi án þess að nota kreatín, próteinduft eða “orkuboost dæmi”.
Við skulum hafa það á hreinu.
Hins vegar er mikilvægt að borða mikið af góðum og hollum mat ef ætlunin er að auka vöðvamassa. Það er enginn vandi að fá meira en nóg prótein úr venjulegu fæði án fæðubótarefna. Mjólk er góð, td.
Hvað “kassann” varðar, þá eru verstu mistök sem byrjendur gera að fara að sérhæfa sig að óþörfu. Mikilvægast fyrstu mánuðina og árin er að byggja upp góðan alhliða styrk og tækni, ásamt hæfilegu þoli, liðleika og snerpu. Besta leiðin til að ná engum árangri er að brenna út á einverjum “kassaæfingum”.
Gerðu alhliða prógramm 2-3svar í viku. 2-3 sett af hverri æfingu, 5-10 endurtekningar. Einbeittu þér alltaf að því að hafa tæknina fullkomna og ekki ganga frá þér í hverju setti. Eigðu alltaf 1-2 endurtekningar inni. Það skilar miklu meiri árangri til langtíma.
Prógrammið gæti verið:
Hnébeygja
Réttstöðulyfta
Bekkpressa (eða standandi pressa eða dýfa)
Upphífing (eða niðurtog eða róður)
Bakrétta (fyrir mjóbak)
Hangandi hnjályfta (eða önnur magaæfing)
Þú mátt bæta við brjóstæfingu eða curli á eftir ef þú átt eitthvað eftir inni.
Lestu
bestu vefsíðu um styrktarþjálfun sem til er. Hún er ekki bara fyrir konur þó svo virðist við fyrstu sýn. Næstum allt þar á jafnt við um karlmenn.