Hafðu ekki áhyggjur af smá ýstru, hún fer ef þú ert að lifta og gera magaæfingar og passar upp á mataræðið.
1kg af fitu inniheldur 7000 hitaeiningar sem er nokkuð mikið en þú þarft að gera ráð fyrir að þú brennir ca 1500-2500 hitaeiningum á dag við dagleg störf (fer eftir líkamsbyggingu og fleira)þannig að þú þarft að passa þig að borða ekki meira heldur en dagsþörfin er. Og áhrifamesta æfinginn er að brenna á fastandi maga þannig að líkaminn fer beint í mestu orkubirgðir líkamans sem er fitan en er ekki að vinna á mat sem þú hefur étið nýlega.
p.s farðu varlega því margir læknar ráðleggja ekki svona ungu fólki að vera að lyfta rosalega mikið og það er einhver ástæða fyrir því að flestir tækjasalir banna fólki yngra en 16 aðgang. En það fer auðvitað eftir þroska hvers og eins.
Gangi þér vel.
ef þú vilt spurja að einhverju sendu þá skilaboð.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.