Uppistaðan er skyr…þú getur notað hvaða bragðtegund sem er, jafnvel hreint. Svo þarf ávexti, ég nota venjulega mest frosna því það er svo þægilegt að eiga þetta bara í frysti. Það er hægt að kaupa allskyns ávaxta- og berjablöndur í flestum búðum sem henta vel í þetta. Ef þú notar frosna ávexti er alger óþarfi að setja klaka en það er betra ef þú ert með ferska. Ef booztið er of þykkt til að drekka það finnst mér gott að setja smá ávaxtasafa út í það og þeyta aðeins meira (í blandara).
Uppáhaldsbooztið mitt er úr hindberjaskyr.is, jarðaberjum, melónum og ananas. Svo er voða gott að setja kókosmjöl út í ef maður vill hafa þetta rosalega gott.
Annars hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það skiptir voða litlu máli hvað maður setur í þetta og í hvaða hlutföllum, þetta verður alltaf mjög gott…og að sjálfsögðu alveg meinhollt.