Ef ég má vera óssamála þeim sem skrifað hafa á undan mér þá tel ég alls enga þörf á því að skipta líkamanum í 4 svæði og heldur ekki á því að lyfta 4 sinnum í viku. Því síður þarftu að éta fæðubótarefni og alls ekki taka stera.
Það sem ég mundi mæla með fyrir þig (alla reyndar nema þá sem hafa sérstakar, sérhæfðar þarfir) er:
<b><u>Æfa allan líkamann með frjálsum lóðum 2-3 sinnum í viku, ekki meira en 60 mínútur í hvert sinn.</b></u>
<b>Prógramm:</b>
Hnébeygja (squat)
Réttstöðulyfta (deadlift)
Bekkpressa (með handlóðum fyrst, eða standandi pressa)
Upphífing (eða niðurtog eða róður)
Bakrétta (back extension)
Einhver góð magaæfing
Af hverri æfingu skaltu gera 3 sett (2 til að byrja með) og 5-8 endurtekningar. Það má gera fleiri af bakréttum og magaæfingum.
Byrjaðu með verulega léttara en þú ræður við og auktu smátt og smátt við þyngdina.
Aldrei halda áfram þangað til þú getur ekki meir. Eigðu alltaf eina, tvær endurtekningar inni þegar þú hættir.
Fáðu einhvern þjálfara á líkamsræktarstöð, helst sem kann kraftlyftingar, til að kenna þér rétta formið á hnébeygju og réttstöðulyftu svo þú skaðir ekki á þér mjóbakið.
Lestu þessa vefsíðu:
<a href="
http://www.stumptuous.com/weights.html">
http://www.stumptuous.com/weights.html</a>
Besta lóðaþjálfunarkennslusíða sem til er og ekki bara fyrir konur. Trúðu mér!
<b>Matur:</b>
Borðaðu mikið og oft á dag. Þú ert 15 ára og ræður við að borða hrikalega og svo lengi sem þú lyftir vel ætti það að mestu að fara í vöðva. Þó er ekki hægt að bæta á sig vöðvum eingöngu! Þannig að ef þú vilt ekki verða of feitur, þá þarftu að minnka við þig matinn öðru hverju (1 mánuð af hverjum 3 eða eitthvað svoleiðis).
Ekki byrja að éta mikið fyrr en þú ert farinn að taka nægilegar þyngdir til að reyna verulega á þig.
Þú þarft að fá 2g af próteini á hvert kíló líkamsþyngdar, en þú ættir að fá það auðveldlega úr venjulegum mat, svo lengi sem þú étur fisk, kjöt, egg og mjólkurvörur reglulega og ekki bara pizzur. Þú þarft enga próteindrykki, þeir eru bara ripoff. Fáðu þér mjólkurglas (eða 2-3) eftir æfingu. Betra og miklu ódýrara.
Ef þú vilt bæta á þig vöðvum þá er aðalmálið að éta fleiri hitaeiningar en þú brennir og lyfta þungt.