Þetta er aukaefni sem heitir E-621. Efnið finnst í öllum skrattanum s.s. unnum matvælum eins og pulsum og hamborgurum, kryddum (stundum kemur fram að kryddið innihaldi ekkert MSG/bragðaukandi efni) og ýmsum tilbúnum réttum.
Mér skilst að þetta sé ‘verksmiðjuframleitt’ krydd. Sumt fólk virðist vera viðkvæmt fyrir þriðja kryddinu og finna fyrir slappleika, höfuðverkjum, magaónotum og jafnvel astmaköstum eftir að hafa borðað mat sem inniheldur MSG. Ég veit samt ekki alveg um heilagleika þessara ‘staðreynda’. Oft koma upp fóbíur í fólki um ýmis efni en þegar rannsóknir eru gerðar á þeim kemur síðan kannski í ljós að efnið er skaðlaust. Ég bara hreinlega veit það ekki. Það er ýmislegt sem bendir til að MSG sé skaðlegt SUMUM.
Ef þú ætlar að forðast MSG þá eru nöfn sem þú ættir að kíkja eftir á innihaldslýsingum m.a. Monosodium Glutamate, Potassium Glutamate, Hydrolyzed Vegetable Protein (HVP), Hydrolyzed Protein, Hydrolyzed Plant Protein, Plant Protein Extract, Sodium Caseinate, Calcium Caseinate, Yeast Extract, Textured Protein, Autolyzed Yeast, Hydrolyzed Oat Flour, MSG og bragðaukandi efni.
Nokkrar spurningar :)… hvernig komstu að því að þú megir ekki borða þetta? Fórstu til læknis? Fannstu fyrir einkennum? Líður þér illa oft þegar þú ert búin að borða?
Það ætti ekki að vera neitt mál fyrir þig að finna mat sem þú getur borðað þrátt fyrir að þetta sé í alveg ótrúlega mörgu sem flestir borða á hverjum degi. Ferskir ávextir og grænmeti á milli máltíða, sleppa unnum kjöt- og fiskvörum og snakki, búa til eigin súpur finna krydd sem eru ekki með MSG (Season All frá Mccormick á t.d. að vera MSG-laust), o.s.fv.
Gangi þér vel :)