Jæja, hérna kemur pistill sem ég hef viljað koma frá mér í smátíma en ekki viljað setja í greinar vegna þess að ég nenni ekki að fá hann ekki samþykktan og vesen.

Feimni, hvað er það ? Ég sjálfur hef verið, og er, mjög feiminn náungi og á oft erfitt með að segja einmitt það sem mér liggur á hjarta nema í gegnum netið eða síma, og finnst mér það frekar lágkúrlegt. Allir sem eru feimnir að nokkru leyti kannast við að líða mjög illa með að þora ekki að tjá sig eða blanda geði meðal fólks og getur sú vanlíðan orðið mjög sterk og ekki væri ég hissa ef að hún geti leitt til þunglyndis á endanum ef alvarlegt er.

svo ég fór að hugsa aðeins um hvað feimni er og í hverju hún felst ? Síðan á 17 afmælisdegi mínum núna í maí fylgdi málsháttur einu kortinu og hann las: “Stærstu mistök sem hægt er að gera í lífinu er að vera sífellt hræddur við að gera mistök”… hversu satt. Þá laust það mig, feimni er einfaldlega hræðsla við að klúðra á einn eða annan hátt. Sem dæmi, þorir ekki að tjá ást þína til einhverjar fagrar dömu vegna þess að þú ert hræddur um að hún taki því illa.
En það fyndnasta við þetta allt saman er að þegar einhver fer hjá sér og er feimin/n (hrædd/ur við að gera mistök, eða láta hlæja að þér) þá er mun meiri líkur á að viðkomandi geri eitthvað rangt og klúðri, skiljið hvert ég er fara ? Tökum dæmi, Árshátíð hjá grunnskóla og Jón er valinn í sönghlutverk og er hann frekar feiminn í eðli sínu, svo þegar kemur að kvöldinu er hann svo stressaður og feiminn að hann stendur eins og spýta á sviðinu og þorir hvorki að hreyfa líkama né munn í hræðslu sinni við að hlegið verði að honum, og hvað gerist, fólk fer að flissa af greyinu vegna þess að hann er feiminn.

Ég trúi því að hægt sé að yfirstíga feimni sama hversu sterk hún er. Ég til dæmis kem frá mjög bældum pabba, hann þorir voða lítið að segja og er undir í öllum samræðum og vinskap, og sést mjög greinilega feimnin í honum, ég er staðráðinn í því að enda ekki eins og hann, því lengra sem þú tefur þetta því erfiðara er að komast yfir feimnina. Ég segi bara að þegar þér langar að segja eða gera eitthvað og efinn og óttinn um að klúðra kemur uppí huga þinn, láttu bara vaða, getur ekki sakað mikið.

Friðrik T <br><br>“we are brothers
from different mothers”
“we are brothers