Þú veist ábyggilega hvað þú ættir ekki að vera að éta, t.d. ekki nammi, gos, skyndibita, flögur, sykur o.s.frv. Éttu frekar ávexti og grænmeti og drekktu vatn. Magurt kjöt og fisk. Borðaðu frekar lítið í einu og oftar á dag, t.d. á 4 tíma fresti yfir daginn.
Hreyfðu þig nóg, t.d. er gott að fara út að labba í klukkutíma eða meira á hverjum degi ef veður leyfir eða jafnvel skokka ef þú nennir. Labbaðu frekar en að keyra. Ef þú keyrir ekki heldur tekur strætó, farðu þá út tveimur stoppistöðvum fyrr en þú þarft og labbaðu restina. Labbaðu líka alltaf upp og niður stiga þegar þú getur frekar en að taka lyftu. Þú getur líka haft það að reglu að skreppa út að labba í hálftíma fyrir hvern klukkutíma sem þú eyðir í tölvunni eða fyrir framan imbann.